Háskóli Íslands

Tilkynning um nýjan starfsmann

Sigríður Sif Magnúsdóttir hefur gengið til liðs við Verkefnastofu VoN & FVS og mun hefja þar störf í ágúst. Hún hefur undanfarin 7 ár starfað sem verkefnisstjóri framhaldsnáms á Verk- og náttúruvísindasviði og borið þar ábyrgð á þróun og mótun verklags og verkferla varðandi umsóknir, brautskráningar og skil á gögnum. Hún hefur einnig tekið þátt í umbótaverkefnum og samstarfi við alþjóðlega háskóla. Sigríður lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá HR árið 2010 og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá sama skóla árið 2012. Við bjóðum Siggu Sif innilega velkomna.  Hún tekur við starfinu af Unu Björg Einarsdóttur sem við þökkum fyrir vel unnin störf í þágu Háskólans og óskum góðs gengis í framtíðinni.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is