Háskóli Íslands

Verkefnastofa sérhæfir sig í stuðningi við rekstur rannsóknarverkefna í H2020 verkefnum.

 

Um Verkefnastofu

Markmið Verkefnastofu er að efla faglega verkefnastjórnun rannsóknaverkefna og byggja upp sérfræðiþekkingu á umsýslu rannsóknaverkefna sem styrkt eru af Horizon 2020 rannsóknaáætlun Evrópusambandsins (post-award).

Verkefnastofu er ætlað að styðja við stefnu Háskóla Íslands hvað varðar uppbyggingu og eflingu rannsóknastarfs. Má þar sérstaklega nefna stuðning við rekstur rannsóknaverkefna sem sniðinn er að þörfum rannsakenda og þar með veita þeim aukið svigrúm til að sinna rannsóknum.

Hafðu samband við Verkefnastofu: pmo@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is